top of page

Velkomin á síðu Minningarsjóðs Hlyns Elísar Guðlaugssonar
Um Hlynssjóð
Hlynssjóður er styrktarsjóður Hlyns Elísar Guðlaugssonar, sem lést einungis 10 daga gamall. Sjóðnum er ætlað að styðja við foreldra sem missa barn sitt í eða skömmu eftir fæðingu. Sjóðurinn tekur við frjálsum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum, en einnig er safnað í sjóðinn með tónleikahaldi.

Framlag til sjóðsins
Við erum afskaplega þakklát fyrir hvert einasta framlag, hversu smátt sem það er. Skráðu nafn, tölvupóst og símanúmer hér að neðan og við sendum fljótlega upplýsingar um hvernig hægt er að leggja sjóðnum lið.
bottom of page
